Manchester City og West Ham gátu ekki leikið á sunnudag vegna veðurs í Manchester, rok var í borginni og átti fólk erfitt með ferðalög.
Félögin eiga nú að vera í tveggja vikna fríi frá leikjum í deildini en það gæti orðið breyting á.
Enska úrvalsdeildin leggur til að leikurinn fari fram næsta miðvikudag, City er áfram í enska bikarnum, í úrslitum deildarbikarsins og í Meistaradeildinni.
Það gæti því reynst erfitt að koma leiknum fyrir undir lok móts ef City heldur áfram að komast áfram í útsláttarkeppnum.
Leikmenn liðanna eru í fríi þessa stundina en þeir eiga að koma úr fríi um næstu helgi og gæti leikurinn því orðið á miðvikudag í næstu viku.