fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

Eiður Smári fór á kostum í London: Reyndi að losa sig við Eið – „Ég var ekki að ljúga“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 11. febrúar 2020 14:42

Eiður Smári.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrum framherji Chelsea og einn besti íþróttamaður í sögu Íslands fór á kostum í London í síðustu viku. Eiður var þar mættur ásamt fyrrum samherja sínum, Jimmy Floyd Hasselbaink og ræddu þeir fyrir málin með fréttamönnum Sky Sports. Rifjaðir voru upp gamlir tímar, og árið 2003 þegar Claudio Ranieri var stjóri Chelsea.

Félagið var að kaupa Hernan Crespo og Adrian Mutu og ákvað Ranieri að reyna að losa sig við Eið Smára frá Chelsea. Félagið var ný orðið ríkt eftir að Roman Abramovich, keypti félagið og ætlaði Ranieri að sparka íslenska framherjanum út um gluggann.

,,Tímabilið byrjaði á því að Ranieri að tala við mig, hann sagði mér að það yrði erfitt fyrir mig að fá að spila. Það væru hið minnsta tveir framherjar að koma til félagsins, og að hann væri klár í að hjálpa mér að finna gott félag,“ sagði Eiður.

Eiður hafði ekki neinn áhuga á að fara frá Chelsea og svaraði Ranieri. ,,Ég sagði við hann ´Ekki málið stjóri, en ég held að ég verði lengur hjá Chelsea en þú´.“

Sagðir þú þetta við hann? ,,Ég var ekki að ljúga,“ sagði Eiður og mátti heyra að fólk hafði gaman af sögustund Eiðs.

Eiður hafði rétt fyrir sér en Ranieri var rekinn frá Chelsea ári síðari en Eiður var hjá Chelsea til ársins 2006.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina

Pattstaða í máli Donnarumma sem heldur í vonina
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Amorim mætti vansvefta á æfingasvæði United

Amorim mætti vansvefta á æfingasvæði United
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“

Lýsir ótrúlegri atburðarás á veitingastað – „Ég held að ég hafi sloppið vel“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins

Newcastle loksins að fá framherja – Woltemade verður dýrastur í sögu félagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Eru að landa fyrrum United-manninum

Eru að landa fyrrum United-manninum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik

Miðasala hafin á afar mikilvægan leik