fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Ármann Pétur í hjartastopp á leikskóla á Akureyri: „Ég var hnoðaður í gang en fer svo aftur í hjartastopp“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. febrúar 2020 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnukappinn, Ármann Pétur Ævarsson varð 35 ára gamall á dögunum en hann hefur nú lagt skóna á hilluna. Skömmu eftir að Ármann lagði skóna á hilluna lenti hann í hjartastoppi þegar hann var að fara með barnið sitt á leikskóla. Ármann segir sögu sína í ítarlegu viðtali við Fótbolta.net.

Ármann fékk snemma árs 2018 svæsna lungnabólgu, eftir hann fór hann finna reglulega fyrir verk í brjóstkassa, upp með æðunum í hálsinn. Verkurinn kom ekki alltaf en oft, ekkert fannst út úr þessu þrátt fyrir reglulegar skoðanir.

Það var svo undir lok síðasta ár þar sem Ármann Pétur fór í hjartastopp. ,,Ég er að skutla konu og börnum í vinnu og skóla og þegar ég er í síðasta leggnum að fara með yngsta strákinn á leikskóla fer ég að finna fyrir smá verk, ég fer með strákinn inn og skila honum af mér en verkurinn magnast, verkur sem ég hef fundið fyrir oft áður og alltaf gengið til baka, ég fer inn í eldhús á leikskólanum og ætlaði að fá saltvatn sem hafði virkað fyrir mig áður einhverra hluta vegna, frábæra starfsfólkið þar var farið að kannast við mig og mín einkenni en í þetta skiptið þegar ég tjái þeim að þetta sé gengið yfir stend ég upp úr stólnum sem ég settist alltaf á hjá þeim og það síðasta sem ég man eftir mér er þegar ég skell í gólfinu,“ sagði Ármann Pétur í ítarlegu viðtali við Fótbolta.net

Andri fór í hjartastopp og var fluttur á gjörgæslu. „Þarna á eldhúsgólfinu á leikskólanum var ég búinn að missa meðvitund og byrjaður í krampa sem endaði með hjartastoppi ca 1 mín síðar. Mér til mikillar lukku þá var sjúkraflutningafólkið við æfingar í næsta húsi og því fljótt á staðinn. Ég var hnoðaður í gang en fer svo aftur í hjartastopp í sjúkrabílnum þar sem ég var stuðaður í gang. Ég var fluttur á gjörgæsludeild hérna á Akureyri þar sem ég var kældur í 32 gráður og haldið sofandi í öndunarvél.“

Þegar Ármann Pétur vaknaði byrjaði hann á að biðja eiginkonu sína afsökunar. „Eftir rúman sólarhring þar sem fólkinu sem stendur mér næst var tjáð að óvíst væri hvernig ég kæmi til baka, vaknaði ég og spurði Rakel mína hvað hefði komið fyrir, hún tjáði mér hvað hefði gerst og ég svaraði henni „fyrirgefðu elskan.“

Eftir atvikið fór Ármann til Reykjavíkur með sjúkraflugi þar sem hann var settur í ítarlegar rannsóknir og er í dag með bjargráð.

Ítarlega sögu Ármanns má lesa hérna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins

Heimir rifjaði upp vondar minningar með Íslandi eftir drátt gærdagsins
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Urðu agndofa þegar hann sagði þeim frá launum sínum

Urðu agndofa þegar hann sagði þeim frá launum sínum
433Sport
Í gær

Segir að Vísir sé í heilögu stríði við íþróttafélögin á Íslandi – „Alltaf eitthvað tilfinningaklám“

Segir að Vísir sé í heilögu stríði við íþróttafélögin á Íslandi – „Alltaf eitthvað tilfinningaklám“
433Sport
Í gær

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni

Carragher varar Liverpool við – Ef þeir kaupa ekki í þessa stöðu í janúar gæti liðið misst af sæti í Meistaradeildinni