Markvörðurinn Andre Onana er opinn fyrir því að ganga í raðir enska félagsins Chelsea í sumar.
Chelsea leitar að markverði þessa stundina til að taka við af Kepa Arrizabalaga sem hefur ekki verið góður á tímabilinu.
Willy Caballero var í marki liðsins í síðasta leik og er framtíð Kepa í mikilli óvissu.
Onana er markvörður Ajax en hann á tvö ár eftir af samningi sínum og vill reyna fyrir sér annars staðar.
Samkvæmt fregnum kvöldsins væri hann meira en til í að ganga í raðir Chelsea í lok tímabils.