fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Ólafur upplifði þórðargleði þegar fjármál FH voru mest til umræðu: „Þú eignast óvildarmenn í velgengni“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 6. febrúar 2020 12:58

Ólafur Kristjánsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH var í viðtali við hlaðvarpsþáttinn Fantasy Gandalf. Þar fór þjálfarinn yfir víðan völl. Ólafur  ræddi ítarlega um fjármál FH sem voru mikið í fréttum fyrir áramót.

Mikið var rætt um vandræði FH að greiða leikmönnum laun, Ólafur segist hafa upplifað þórðargleði hjá mörgum þegar umræðan fór sem hæst.  ,,Þú segir að það sé augljóst að það hafi verið vandræði peningalega, ég held að fæstir hafa innsýn inn í fjármál FH. Það er augljóst að það var umræða um fjármál FH, sú umræða hún er ekkert óeðilleg. FH hefur haft yfirburði síðustu árin,“ sagði Ólafur í Fantasy Gandalf.

,,Ég var líka var við ákveðna þórðargleði, þetta fótboltahagkerfi er ekki gott fyrir hin félögin. Ef það eru vandræði hjá FH, tekjumöguleikar FH síðustu ár hafa verið meiri en annara félaga, varðandi Evrópukeppni og annað. Ég held að það hafi haft áhrif að það hafi verið erfiðara að fá leikmenn til FH.“

Ólafur segir að enginn annar en þeir sem stýra FH viti um stöðu á fjármálum FH. ,,Það er enginn nema þeir sem sjá um fjármál FH sem vita hvort það hafi verið vandræði, hvort það hafi verið einhver dráttur á einhverju. Einhverjir forráðamenn og kollegar mínir hafa komið fram og sagt að svona sé þetta bara, það hefur verið skautað framhjá því. Ef það er svona hjá víða eða alls staðar, þá sé ég ekki af hverju þetta ætti að hafa meiri áhrif hjá FH en annars staðar.“

,,Það er ekki gott ef það eru vandamál með vandamál með fjármál félaga, það voru ekki núna stærri og meiri vandamál en það. Það var mótbyr, ég og við verðum að fara í gegnum þann skafl. Það hefur verið leyst úr þeim málum.“

Fréttir um fjárhagsvandræði FH fóru að berast síðasta sumar, hafði sú staða áhrif á gengi liðsins? ,,Leikmannahópurinn var góður að eiga við þær áskoranir sem komu, þetta skapar eitthvað kurr. Hópurinn var góður í því í gegnum tímabilið, menn geta sett sig í þau por. Hvort þetta hafi haft áhrif. Ég upplifði að það hlakkaði í mönnum.“

Ólafur telur það eðlilegt að fjárhagsvandræi FH vekji meiri athygli en hjá öðrum.

,,Það er meiri umræða um fjármál FH en annara, það er ekkert óeðlilegt. Það er fyndið að sjá karl detta, við hlæjum ennþá af því. Einhverjir sem haf gert það gott, þú eignast óvildarmenn í velgengni. Það sem snýr að okkur, það var cash flow vandamál. Það var leyst, staðan er betri núna. Við horfum fram á veginn, menn sníða sér stakk eftir vexti. Við þurfum að vinna áfram í þessu, þannig að reksturinn verði heilbrigðari.“

,,Ég myndi fýla það sem þjálfari að hafa budget, þú hefur X marga dollara til að ná í leikmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“

Slot ræðir málin opinskátt – „En alltaf hugsa ég, hvernig er þetta þá ekki margfalt erfiðara fyrir eiginkonu hans og börn?“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“

Heimir ætlar að setjast niður og ræða framhaldið – „Ekki í fjölmiðlum, bara ég og þeir“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áfall hjá Liverpool – Tveir lykilmenn mættu meiddir eftr landsleiki og spila ekki á næstunni

Áfall hjá Liverpool – Tveir lykilmenn mættu meiddir eftr landsleiki og spila ekki á næstunni
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið

Tók upp myndband af mótmælum við flóttamönnum – Stálheppinn að missa ekki bílprófið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hættur í enska landsliðinu en opnar dyrnar að snúa aftur

Hættur í enska landsliðinu en opnar dyrnar að snúa aftur
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Segir frá skilaboðum sem hann fékk eftir ummæli í sjónvarpi – Áttaði sig á því að hann væri mannlegur

Segir frá skilaboðum sem hann fékk eftir ummæli í sjónvarpi – Áttaði sig á því að hann væri mannlegur