fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Ensk blöð sögðu Rögnu Lóu vera hjákonu Sol Campbell: „Þeir eru svo ósvífnir, Hemmi var mér við hlið“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 5. febrúar 2020 13:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ragna Lóa Stefánsdóttir var sögð vera viðhald Sol Campbell i enskum blöðum, þegar fyrrum eigingmaður hennar Hermann Hreiðarsson lék með Campbell hjá Portsmouth. Ensk blöð birtu mynd af Rögnu og Campbell en Hermann var klipptur út af myndinni.

Ragna segir þessa sögu í viðtali við Hafliða Breiðfjörð hjá Fótbolta.net, Ragna er i dag aðstoðarþjálfari KR.

,,Ég man nú einu sinni, það var mynd af mér og Sol Cambell, eftir partý undir lok tímabilsins hjá Portsmouth. Það var búið að klippa Hemma af myndinni, við vorum á einhverri forsíðu og spurt var hvaða konu Sol Campbell væri að hitta. Þeir eru svo ósvífnir, Hemmi var mér við hlið en klipptur af myndinni,“ sagði Ragna við Fótbolta.net en nokkur ár eru síðan hún og Hermann ákváðu að skilja.

,,Ég var nýja viðhaldið hans Sol Campbell, mér var alveg sama. Þetta var fyndið,“ sagði Ragna sem rifjaði upp annað atvik úr enskum götublöðum.

,,Þeir náðu mynd úr Séð og Heyrt í gamla daga, þegar nokkrar úr kvennalandsliðinu voru beðnar um að vera í undirfötum. Átti að sýna að við gætum verið kvenlegar og sætar, þeir grófu það upp. Ég var á baksíðu The Sun í undirfötum, það voru allir með þetta þegar Hemmi mætti í einn leik.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð