Eugenio Corini, hefur verið rekinn úr starfi sem þjálfari Brescia. Birkir Bjarnason gekk í raðir félagsins á dögunum.
Corini var rekinn frá Brescia í nóvember en fékk starfið aftur mánuði síðar, ekkert gekk án hans.
Fabio Grosso var þá ráðinn til starfa en fékk bara starfið í mánuð áður en Corini mætti aftur.
Brescia er í neðsta sæti Seriu A en Birkir leikur þar ásamt Mario Balotelli.
Diego Lopez er nefndur til sögunnar sem næsti þjálfari liðsins en hann stýrði áður Bologna og fleiri liðum.