Borussia Dortmund er úr leik í þýska bikarnum eftir frábæran leik við Werder Bremen í kvöld.
Um var að ræða leik í átta liða úrslitum en Bremen hafði að lokum betur 3-2 á heimavelli.
Erling Haaland skoraði enn eitt markið fyrir Dortmund en hann kom inná sem varamaður í seinni hálfleik.
Nú stendur yfir leikur Schalke og Hertha Berlin en þar er staðan 2-2 og er leikurinn í framlengingu.