fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
433Sport

Furðulegt mál í Suður-Kóreu: Dómsmál og sektargreiðslur vegna þess að Ronaldo spilaði ekki

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 4. febrúar 2020 14:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Suður-Kóreu hefur dæmt fyrirtæki til að greiða sekt, sökum þess að Cristiano Ronaldo lék ekki í æfingaleik með Juventus í júlí.

Um er að ræða æfingaleik á milli Juventus og stjörnuliðs K-deildarinnar í Suður-Kóreu. 65 þúsund miðar seldust á þremur mínútum þegar auglýst var að Ronaldo væri á leið til landsins.

Því var lofað að Ronaldo myndi hið minnsta spila 45 mínútur en hann sat svo allan tímann á bekknum.

Tveir einstaklingar fóru í mál við þann sem skipulagði leikinn og var dæmdur sigur, þeir fá hvor um sig 240 pund eða tæpar 40 þúsund krónur.

Sagt er að fyrirtækið Fasta hafi ekki sagt satt og að fyrirtækið hafi notað Cristiano Ronaldo til að græða peninga.

Nú er komið fordæmi og kemur fram að 87 einstaklingar til viðbótar ætli í málaferli.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi

Íþróttavikan í mynd: Landsleikirnir gerðir upp með Kjartani Henry og horft til Englands fyrir þétta helgi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar

Cole Palmer slasaði sig á heimili sínu og verður frá næstu vikurnar
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu

Rooney gagnrýnir hversu mikið Heimir og lærisveinar hans fögnuðu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð

Tveir ungir sem Amorim vill fá inn í hóp sinn á næstu leiktíð