James Maddison virðist ekki vera á förum frá Leicester næsta sumar, hann er að krota undir nýjan samning.
Maddison er 23 ára gamall en hann hefur verið sterklega orðaður við Manchester United.
Telegraph segir að Maddison þéni 55 þúsund pund á viku í dag en rífleg launahækkun er í boði hjá Leicester.
Maddison er nánast öruggur með að spila í Meistaradeildinni með Leicester á næsta ári.
United hefur haft áhuga á að kaupa Maddison í sumar en nýr samningur hans við Leicester, er högg í maga félagsins.