fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
433Sport

Hraunar yfir Klopp: Segir hann frekar vilja detta í það en að vera í vinnunni

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 30. janúar 2020 12:19

Jurgen Klopp.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir hissa á Jurgen Klopp, stjóra Liverpool og umdeildri ákvörðun hans. Klopp ætlar ekki að mæta til leiks gegn Shrewsbury í enska bikarnum og bara leikmenn úr vara og unglingaliði félagsins mæta.

Liverpool þarf að mæta Shrewsbury aftur í bikarnum eftir 2-2 jafntefli um helgina, leikurinn fer fram þegar vetrarfrí er í ensku úrvalsdeildinni. Klopp ætlar sjálfur í frí og hefur gefið öllum leikmönnum aðalliðsins frí, margir eru óhressir með þessa ákvörðun Klopp enda hefur bikarinn haft mikla virðingu á Englandi.

Félög í neðri deildum eru reið og segja stórlið ekki bera virðingu fyrir sér, einn af þeim sem er duglegur að láta í sér heyra er Andy Holt, eigandi Accrington Stanley.

,,Það kemur hvergi fram í dagskrá að þarna eigi að spila í bikarnum en lið í ensku úrvalsdeildinni eigi að vera í fríi,“ sagði Holt.

,,Öll félög vissu vel að ef það þyrfti að spila anna leik, þá yrði hann þarna. Það var vitað þegar tímabilið hófst. Þarna er verið að taka stórkostlegan dag af félagi.“

,,Hugsið um England, að Klopp sé að spýta snuðinu út sér breytir ekki staðreyndum. Við missum tækifæri því hann vill fara á fyllerí í fjóra daga,“ sagði Holt og á þá við þá staðreynd að Klopp ætlar í frí en ekki að vera með ungum leikmönnum félagsins sem spila leikinn.

,,Þetta er ekki bara Klopp og Liverpool, þetta eru öll stóru liðin. Þau hugsa bara um sína hluti.“

Lið Liverpool sem er líklegt til að spila:
Kelleher, Hoever, Van den Berg, Boyes, Gallacher, Christie-Davies, Chirivella, Kane, Elliott, Longstaff, Hill.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tjáir sig um leikmanninn sem er sterklega orðaður við Liverpool: ,,Ég veit það ekki“

Tjáir sig um leikmanninn sem er sterklega orðaður við Liverpool: ,,Ég veit það ekki“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Dýrasti leikmaður í sögu Newcastle

Dýrasti leikmaður í sögu Newcastle
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall
433Sport
Í gær

Launin að þvælast fyrir í viðræðunum

Launin að þvælast fyrir í viðræðunum
433Sport
Í gær

Furða sig á ýmsu í vali Arnars – „Það hefur greinilega mikið gerst“

Furða sig á ýmsu í vali Arnars – „Það hefur greinilega mikið gerst“