fbpx
Sunnudagur 31.ágúst 2025
433Sport

Mino Raiola brjálaður: Kallar þá alla fífl – „Heldur þú að fólk ráðist á heimili Brad Pitt ef hann gerir lélega bíómynd?“

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 13:51

Zlatan og Raiola á góðri stundu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um 20 stuðningsmenn Manchester United mættu á heimili Ed Woodward, stjórnarformanns Manchester United í gær. Gerðu þeir tilraun til að brjótast inn í húsið en komust ekki í gegnum hliðið. Þeir skutu flugeldum að húsinu á meðan þeir sungu lög um Woodward og ósk þeirra að hann láti lífið, sem fyrst. Þá köstuðu þeir nokkrum reyksprengjum inn á lóð hans.

Lögreglan hefur hafið rannsókn á málinu en skemmdarverk voru unnin á eigninni, hlið að húsinu var málað rautt og bjallan að húsinu einnig. Lögreglan vaktar nú heimili Woodward.

Mino Raiola, umboðsmaður Paul Pogba hefur sent frá sér yfirlýsingu og styður hann Woodward. Hann fordæmir þessa menn sem ógnuðu heimili hans.

,,Það sem gerðist í gærkvöldi var ekki eðlilegt, þetta er ofbeldi og ég gagnrýni alltaf ofbeldi. Þetta eru fífl og þetta er hegðun sem á að dæma fyrir. Það á að læsa þetta fólk inni og kenna þeim lífsins reglur. Þetta getur ekki verið hluti af íþróttum, þetta eru íþróttir. Þetta er ekki spurning um líf eða dauða. Fótbolti er skemmtun,“ sagði Raiola.

,,Heldur þú að fólk ráðist á heimili Brad Pitt ef hann gerir lélega bíómynd? Eða heima til Quentin Tarantino? Það er ekki til ástæða eða afsökun fyrir þessu, Ed Woodward hefur fullan stuðning frá mér. Ég hafna svona hegðun, ég er með Ed Woodward, ég er í hans liði.“

,,Svona má ekki gerast, að fara á heimili fólks og ógna honum og fjölskyldu hans. Höfum við misst vitið? Fótbolti er ekki það mikilvægasta í lífinu. Ég er 100 prósent með Ed, allir í fótboltanum styðja hann. Hvort sem þú ert sammála honum eða ekki, þetta er ofbeldi og það eiga allir að styðja hann.“

Raiola hefur verið teiknaður upp sem erkióvinur United enda hefur hann reynt að koma Pogba frá félaginu. Þá hefur hann gagnrýnt störf félagsins og hvernig Woodward stjórnar því.

,,Ef einhver er að reyna að nota mig til að búa til reiði gagnvart Ed, það er rangt. Samband mitt við Ed er gott, það er á fagmannlegum nótum. Við þurfum ekki alltaf að vera sammála.“⠀⠀

 

View this post on Instagram

 

“What happened last night is not normal. It is violence and I condemn any type of violence. These guys are morons and this is criminal behaviour.”⠀⠀ ⠀⠀ “These people need to be locked up and re-educated. This cannot be part of sport. This is sport — S P O R T. This is not a question of life and death, it is EN-TER-TAIN-MENT.”⠀⠀ ⠀⠀ ⠀⠀ “Do you think people attack the house of Brad Pitt if he makes a bad movie? Or does Quentin Tarantino get death threats because his film was not good? There is no reason or excuse, none whatsoever for this and Ed Woodward has my full support and solidarity.”⠀⠀ ⠀⠀ ⠀⠀ “I totally disapprove, I am with Ed Woodward — I’m on his side in this.”⠀⠀ ⠀⠀ “This cannot be happening to a man — going to his private house and menacing him and his family. Are we totally crazy? Football is not that important in life.”⠀⠀ ⠀⠀ ⠀⠀ “I am behind Ed 100 per cent and I think everybody in football should stand in support, whether you agree with him or not. It’s not important if you agree with him or not like in business — this is not business, it’s violence and everybody should stand with him.”⠀⠀ ⠀⠀ ⠀⠀ “It is a total lack of respect and I don’t care who or what is to blame for this. We have to condemn it. Everyone has their own responsibility. Don’t hide behind social media or say someone told you to do something.”⠀⠀ ⠀⠀ ⠀⠀ “There is no place for violence inside or outside the stadium, and especially when it involves your house and your family. This is inadmissible.”⠀⠀ ⠀⠀ ⠀⠀ “If anyone has used me as a reason to create any anger towards Ed, they are totally in the wrong because my relationship with Ed is good, it is professional, and we don’t always need to agree but that’s normal.”⠀⠀

A post shared by Mino Raiola (@minoraiola) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Benti á merkið í fögnuði í síðustu viku en er nú líklega að kveðja

Benti á merkið í fögnuði í síðustu viku en er nú líklega að kveðja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Allt í rugli varðandi Jackson – Yfirmaðurinn tjáir sig um stöðuna

Allt í rugli varðandi Jackson – Yfirmaðurinn tjáir sig um stöðuna
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Steindautt jafntefli í lokaleik dagsins

England: Steindautt jafntefli í lokaleik dagsins
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Borga sex milljónir fyrir Hojlund í vetur

Borga sex milljónir fyrir Hojlund í vetur
433Sport
Í gær

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun

Sjáðu umdeilt atvik í London – Margir bálreiðir yfir þessari ákvörðun
433Sport
Í gær

Hafa trú á því að Amorim segi af sér

Hafa trú á því að Amorim segi af sér
433Sport
Í gær

Fengu skítkast en svöruðu hressilega fyrir sig á samskiptamiðlum – Sjáðu færsluna

Fengu skítkast en svöruðu hressilega fyrir sig á samskiptamiðlum – Sjáðu færsluna
433Sport
Í gær

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall

Spænska goðsögnin fann sér nýtt félag 39 ára gamall
433Sport
Í gær

Betri en Konate og myndi henta Liverpool fullkomlega

Betri en Konate og myndi henta Liverpool fullkomlega