fbpx
Miðvikudagur 03.september 2025
433Sport

Segja það dómgreindarleysi hjá Klopp að ætla ekki að mæta til vinnu

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 27. janúar 2020 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir hissa á Jurgen Klopp, stjóra Liverpool og umdeildri ákvörðun hans. Klopp ætlar ekki að mæta til leiks gegn Shrewsbury í enska bikarnum og bara leikmenn úr vara og unglingaliði félagsins mæta.

Liverpool þarf að mæta Shrewsbury aftur í bikarnum eftir 2-2 jafntefli í gær, leikurinn fer fram þegar vetrarfrí er í ensku úrvalsdeildinni.

Klopp ætlar sjálfur í frí og hefur gefið öllum leikmönnum aðalliðsins frí, margir eru óhressir með þessa ákvörðun Klopp enda hefur bikarinn haft mikla virðingu á Englandi.

Ian Herbert blaðamaður á Daily Mail er einn af þeim sem er hissa. ,,Þetta er ein af fáum slæmum ákvörðunum sem Klopp hefur tekið í nafni Liverpool, það er alveg eðlilegt að hann stilli ekki upp sínu besta liði en að hann ætli ekki að stýra liðinu, er allt annað og verra,“ skrifar Herbert.

,,Það virðast flestir átta sig á því að þegar þú ferð með lið inn í keppni, þá stýrir þú liðinu. Nema það séu aðstæður eins og í krngum HM félagsliða. Þetta er dómgreindarleysi.“

Tom Collomosse annar blaðamaður á Daily Mail var á sömu skoðun. ,,Klopp vissi reglurnar fyrir leikinn, ef hann vildi svo ólmur sleppa við annan leik þá átti hann að stilla upp sterkara liði. Hann er búinn að vinna deildina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Launapakki Martinez var eitthvað sem United vildi ekki taka – Hann sat og beið í allan gærdag

Launapakki Martinez var eitthvað sem United vildi ekki taka – Hann sat og beið í allan gærdag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Áhugaverður dráttur hjá KA í Meistaradeildinni – Fara til Grikklands ef þeir vinna í fyrstu umferð

Áhugaverður dráttur hjá KA í Meistaradeildinni – Fara til Grikklands ef þeir vinna í fyrstu umferð
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Carragher hendir fram furðulegri kenningu um það af hverju ekki er búið að reka Amorim

Carragher hendir fram furðulegri kenningu um það af hverju ekki er búið að reka Amorim
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sancho sagður hafa komið í veg fyrir það að United gæti keypt Emi Martinez

Sancho sagður hafa komið í veg fyrir það að United gæti keypt Emi Martinez