fbpx
Þriðjudagur 07.maí 2024
433Sport

Freyr fær á baukinn í Dr. Football fyrir ummæli um Alfreð: „Þetta er eitthvað allt annað en heimavinna“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 27. janúar 2020 13:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Alfreð Finnbogason, framherji Augsburg spilaði sinn fyrsta leik í tvo og hálfan mánuð um helgina. Alfreð lék tæpt korter í tapi gegn Union Berlin, í þýsku úrvalsdeildinni. Freyr Alexandersson, aðstoðarlandsliðsþjálfari hafði rætt um endurkomu Alfreðs í viðtali við Fótbolta.net fyrr um daginn. Þar kom fram að Alfreð yrði ekki leikfær í bráð.

Alfreð meiddist á öxl í landsleik með Íslandi í nóvember en hann ætti að verða klár í slaginn í umspilinu um sæti á EM í mars, ef ekkert bakslag kemur.

Hjörvar Hafliðason og sérfræðingar hans ræddu þetta í Dr. Football í dag. ,,Það var verið að fjalla um undirbúninginn fyrir leikinn við Rúmeníu, það var afturhvarf til fortíðar í viðtali við Frey Alexandersson, sem ég hafði gaman af. Þegar hann var spurður út í hvað var að frétta af Alfreð Finnbogasyni, þetta minnti mig á þann tíma þegar ég var að byrja að fjalla um landsliðið upp úr aldarmótum,“ sagði Hjörvar og spilaði hljóðbút með ummælum Freys á laugardag.

,,Þetta gengur vel hjá Alfreð, það er ekki alveg á dagskrá að hann sé að fara að spila næsta leik en hann verður byrjaður að spila þegar umspilið á sér stað,“ sagði Freyr og mátti skilja hann að Alfreð myndi byrja að spila seint í febrúar eða í byrjun mars. Ljóst er að misskilningur hefur verið í samskiptum milli Augsburg og KSÍ, eða Alfreðs og KSÍ.

Hjörvar fór svo að ræða ummælin. ,,Þarna var sagt að hann spili alls ekki næsta leik en að hann verði klár 26 mars, svo að hlustendur Dr. Football átti sig á því, þá kom Alfreð inn gegn Union Berlin um helgina. Hann var hrikalega góður. Ég veit hversu all inn Freysi er, ég las það á miðlum Augsburg á föstudag að að hann væri að ferðast með liðinu.“

,,Þetta er spes, mjög spes,“ sagði Mikael Nikulásson, sérfræðingur þáttarins. ,,Þetta kemur mjög á óvart, hann fullyrðir að hann sé í raun ekki að fara að spila á næstunni. En verði klár í mars, það er janúar. Hann spilar þremur mínútum eftir viðtalið.“

Kristján Óli Sigurðsson, kallaði eftir betri heimavinnu frá þjálfarateymi landsliðsins. ,,Við höfum oft talað um heimavinnu, heimavinnu, heimavinnu. Þetta er eitthvað allt annað en heimavinna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“

Segist hafa gert nákvæmlega sömu mistök og Arnar – „Þess vegna segi ég þetta“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sancho hefur engan áhuga á því að snúa aftur til United

Sancho hefur engan áhuga á því að snúa aftur til United
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Gary Martin á eldi í Ólafsvík – Sjáðu markið og stoðsendingarnar um helgina

Gary Martin á eldi í Ólafsvík – Sjáðu markið og stoðsendingarnar um helgina
433Sport
Í gær

Gylfi Þór æfði ekki í heila viku fyrir leikinn gegn Blikum – „Ég myndi ekki vilja vera dómari, þetta er mjög erfitt“

Gylfi Þór æfði ekki í heila viku fyrir leikinn gegn Blikum – „Ég myndi ekki vilja vera dómari, þetta er mjög erfitt“
433Sport
Í gær

Chelsea klárt í að borga rúma 11 milljarða til að fá hann frá Úkraínu

Chelsea klárt í að borga rúma 11 milljarða til að fá hann frá Úkraínu
433Sport
Í gær

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af

Ógeðfellt atvik náðist á myndband – Blys sprakk í höndum hans og einn fingur sprakk af