fbpx
Laugardagur 22.nóvember 2025
433Sport

Sjáðu atvikið: Allir sáu hann halda framhjá og hann sleppti konunni – ,,Bið þig um að fyrirgefa mér“

Victor Pálsson
Mánudaginn 20. janúar 2020 21:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuaðdáandi í Ekvador kom sér heldur betur í vandræði um helgina er hann mætti með konu til að horfa á sitt lið spila.

Maðurinn er giftur en hann mætti ekki með eiginkonu sinni á völlinn. Hann var gómaður í framhjáhaldi fyrir framan alþjóð.

Deyvi Andrade heitir þessi maður en myndavélar vallarins náðu honum á upptöku kyssandi konuna.

Myndbandið varð mjög vinsælt á samskiptamiðlum en Andrade áttaði sig á eigin mistökum um leið og hann sá sjálfan sig á stóra skjá vallarins.

Andrade viðurkenndi framhjáhaldið með langri færslu á samskiptamiðlum stuttu eftir að myndbandið vakti athygli.

,,Við gerum öll mistök og við lærum af því. Ég þakka þeim sem hafa boðið mér í kirkju og ef ég fer þá er það til að laga fjölskyldumálin,“ sagði Andrade.

,,Ég sé verulega eftir þessu og hef þess vegna ákveðið að tjá mig opinberlega um þetta bull, svo ég geti beðið þig um að fyrirgefa mér.“

,,Ég vil fá að njóta svona stunda með þér. Ég er svo ringlaður en ég vil fá þig aftur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?