fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
433Sport

Var það of erfitt fyrir Anton að keppa við Gunnleif? – „Anton hefur verið eins og taugahrúga“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. janúar 2020 12:37

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti athygli í vikunni þegar Gunnleifur Gunnleifsson greindi frá því að hann yrði varamarkvörður og þjálfari hjá Breiðabliki á komandi leiktíð. Þannig fær Anton Ari Einarsson, trausti frá Óskari Hrafni Þorvaldssyni til að standa í búrinu.

Málið var krufið í Dr. Football en Anton kom til félagsins í vetur frá Val og fær traustið.

,,Það er orðið ljóst, að hann var ekkert að fara að spila í byrjunarliðinu. Þeir ákveða að taka þetta svona, ég sagði það sjálfur við Gulla fyrir viku. Að hann getur ennþá spilað, hinn getur meiðst. Með þessari yfirlýsingu er verið að segja að Anton Ari spili, sama hvort hann geti ekki neitt,“ sagði Mikael Nikulásson, sérfræðingur þáttarins.

,,Ég hefði ekki hætt, á þeim samningi sem Gulli er á og á eitt ár eftir. Ef hann væri með 30 þúsund á mánuði, þá hefði hann hætt.“

Gunnleifur gerði nýjan samning við Blika síðasta sumar áður en Óskar Hrafn tók við. ,,Samningurinn er gerður í júlí, þá er annar þjálfari hjá Breiðablik,“ sagði Kristján Óli Sigurðsson.

Hjörvar Hafliðason segir að Breiðablik ætti að fá yfirmann knattspyrnumála, þá myndi svona ekki gerast. ,,Þarna vantar stefnu, við erum að semja við frábæran leikmann en ætla ekki að nota hann á næsta ári. Ég hefði skoðað að fara eitthvað annað, ég held að hann sé að gera þetta til að hjálpa Antoni Ari. Anton hefur verið eins og taugahrúga í þessum leikjum, að vera með gamla manninn á bakinu getur verið erfitt. Anton hefur átt mjög erfitt uppdráttar.“

Mikael segir ljóst að þetta skref var stigið, eftir að Gunnleifi var tjáð að hann yrði bara á bekknum. ,,Það er búið að segja við Gulla að hann verði á bekknum, hluti af þjálfun og kannski meira næsta haust. Hann fær nýjan samning sem er sniðinn að því sem hann er að gera. Þekkjandi Gulla, keppnismaður. Þá mætir hann ekkert allt í einu að styðja Anton Ara, hann ætlaði að slá hann út úr liðinu fyrir tveimur vikum. Þeir eiga að berjast um stöðuna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Nú ljóst hver tekur við af Moyes

Nú ljóst hver tekur við af Moyes
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ætlar að ræða við forseta félagsins – Vill ekki senda Messinho til Englands

Ætlar að ræða við forseta félagsins – Vill ekki senda Messinho til Englands
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Getur gleymt því að spila á EM – Hörmuleg frammistaða og er nú meiddur

Getur gleymt því að spila á EM – Hörmuleg frammistaða og er nú meiddur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Haaland svarar fyrir sig: ,,Mér er í raun alveg sama um þennan mann“

Haaland svarar fyrir sig: ,,Mér er í raun alveg sama um þennan mann“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Smit fékk heimskulegt rautt spjald í jafntefli á Akureyri

Besta deildin: Smit fékk heimskulegt rautt spjald í jafntefli á Akureyri
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

England: Liverpool hafði betur í markaleik á Anfield

England: Liverpool hafði betur í markaleik á Anfield
433Sport
Í gær

Byrjunarlið Liverpool og Tottenham – Nunez á bekknum

Byrjunarlið Liverpool og Tottenham – Nunez á bekknum
433Sport
Í gær

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“

Orðinn vel þreyttur á spurningum um Liverpool – ,,Í 25. skiptið þá get ég ekki svarað þessu“