fbpx
Sunnudagur 23.nóvember 2025
433Sport

Sóknarmenn United standa sig betur en sóknarmenn Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 16. janúar 2020 13:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framlína Liverpool er að margra mati sú hættulegasta í Evrópu, Sadio Mane, Mo Salah og Roberto Firmino hafa á síðustu árum sannað ágæti sitt.

Þeir félagar hafa skorað 38 mörk á þessu tímabili í öllum keppnum. Liverpool er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar, og er svo gott sem búið að vinna deildina.

Marcus Rashford, Anthony Martial og Mason Greenwood sem bera upp sóknarleik Manchester United, hafa hins vegar skorað meira. Þeir félagar hafa skorað 39 mörk í öllum keppnum

Rashford hefur skorað 19 af þem mörkum en það er fjórum mörkum meira en Sadio Mane sem var einn besti knattspyrnumaður í heimi, á síðasta ári.

Þrát fyrir fína frammistöðu framherja sína, er United í tómu tjóni og reynir að koma sér í baráttu um Meistaradeildarsæti. Á sama tíma er Liverpool að paka deildinni saman og keppir í deild þeirra bestu, Meistaradeildinni.

United heimsækir Liverpool á sunnudag þar sem búast má við sigri heimamanna sem hafa ekki tapað leik á þessu tímabili.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“

Kjartan segir liggja við að maður stytti ævina um nokkur ár með því að heimsækja þessa borg – „Hún var skelfileg, ég er ekki aðdáandi“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?

Langskotið og dauðafærið – Ávaxta Manchester United og Liverpool þitt pund?