fbpx
Miðvikudagur 10.september 2025
433Sport

Fyrrum leikmaður Aftureldingar gerir það gott: Stjarna á Instagram, eigið viðskiptaveldi og með einum vinsælasta leikmanni NFL

433
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru margir farnir að kannast við nafnið Patrick Mahomes en hann er leikmaður í bandarísku NFL-deildinni.

NFL-deildin á marga dygga aðdáendur hér á landi en Mahomes er leikstjórnandi Kansas City Chiefs.

Þar er Mahomes mjög mikilvægur hlekkur í liðinu en hann hefur leikið þar síðan 2017.

Mahomes 24 ára gamall en hann er kærasti Brittany Matthews sem einhverjir hér á landi kannast við. Þau hafa verið saman í mörg ár og voru í sama skóla í Bandaríkjunum.

Matthews er sjálf fyrrum leikmaður Aftureldingar í knattspyrnu hér heima en hún spilaði með liðinu árið 2017. Matthews lék fimm leiki og skoraði í þeim fimm mörk.

Það eru fáir sem vissu af þeirra sambandi en stórstjarnan Mahomes ferðaðist með Matthews til landsins til að byrja með.

,,Ég fékk tækifæri á að reyna fyrir mér á Íslandi og ég gat aldrei hafnað því að fá að gera það sem ég elska,“ sagði Matthews um tímann á Íslandi.

Hún hefur einnig gert það gríðarlega gott í viðskiptum og byrjaði fyrirtækið Brittany Lynne Fitness árið 2019.

Það fyrirtæki hefur farið mjög vel af stað en Matthews útskrifaðist með gráðu í vöðva- og hreyfisfræði sama ár og nýtti hana til fulls.

Instagram síða Matthews er með 233 þúsund fylgjendur en hún er dugleg að ráðleggja sínum aðdáendum um hreyfingu og mataræði. Þar má einnig sjá ófáar myndir af parinu saman.

Þau búa nú saman í Kansas en Bleacher Report tók stutt viðtal við parið í ágúst á síðasta ári sem fékk yfir 800 þúsund áhorf.

Parið keypti rándýrt hús í Kansas á síðasta ári sem er verðsett á nálægt tvær milljónir bandaríkjadala.

Þau eiga einnig tvo hunda saman þá Steel og Silver. Steel var valentínusargjöf Mahomes til Matthews árið 2016.

 

View this post on Instagram

 

This is 2020🖤✨

A post shared by Brittany Matthews (@brittanylynne) on

 

View this post on Instagram

 

My better half❤️

A post shared by Brittany Matthews (@brittanylynne) on

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Birtir myndir sem vekja mikla athygli: Vakti furðu í barnaafmæli um daginn – Nú birtir hún mynd af sér án fata

Birtir myndir sem vekja mikla athygli: Vakti furðu í barnaafmæli um daginn – Nú birtir hún mynd af sér án fata
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Meiðsli Delap töluvert alvarlegri en talið var fyrst

Meiðsli Delap töluvert alvarlegri en talið var fyrst
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Andri Lucas um dóminn umdeilda – „Ég á eftir að fara yfir þetta, kannski geri ég það ekki til að pirra mig meira“

Andri Lucas um dóminn umdeilda – „Ég á eftir að fara yfir þetta, kannski geri ég það ekki til að pirra mig meira“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ísak Bergmann segir landsliðið hafa verið rænt í París – „Ég er að drepast, ég fékk högg“

Ísak Bergmann segir landsliðið hafa verið rænt í París – „Ég er að drepast, ég fékk högg“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Carragher hjólar í Jadon Sancho og spyr hvað hann gerir vel

Carragher hjólar í Jadon Sancho og spyr hvað hann gerir vel
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ísland er yfir í Frakklandi! – Sjáðu markið

Ísland er yfir í Frakklandi! – Sjáðu markið
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Athyglisvert byrjunarlið Arnars gegn Frökkum – Guðjohnsen bræður saman frammi

Athyglisvert byrjunarlið Arnars gegn Frökkum – Guðjohnsen bræður saman frammi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gyökeres gæti misst af leikjum Arsenal vegna dómsmáls – Umboðsmaður hans kærir blaðamenn

Gyökeres gæti misst af leikjum Arsenal vegna dómsmáls – Umboðsmaður hans kærir blaðamenn