Landsliðsmaðurinn Ragnar Sigurðsson hefur skrifað undir samning við danska félagið FCK.
Þetta staðfesti félagið í kvöld en FC Kaupmannahöfn hefur náð að tryggja þjónustu Ragnars á ný.
Ragnar lék með FCK á sínum tíma en hann vann deildina með félaginu árið 2013.
Undanfarin ár hefur Ragnar spilað bæði á Englandi og í Rússlandi en yfirgaf Rostov þar í landi á dögunum.
Ragnar er 33 ára gamall og gerir aðeins samning við FCK sem gildir til sumars.