fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433

Fer hann sömu leið og Pogba? – Juventus sagt hafa mikinn áhuga

Victor Pálsson
Laugardaginn 11. janúar 2020 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Juventus á Ítalíu er nálægt því að fá til sín Tahith Chong frá Manchester United á frjálsri sölu.

Frá þessu greinir Tuttosport á Ítalíu en Chong verður samningslaus hjá United eftir þessa leiktíð.

Chong hefur spilað sjö leiki fyrir United á tímabilinu og er U21 landsliðsmaður Hollands.

Útlit er fyrir að hann fari sömu leið og Paul Pogba sem yfirgaf United fyrir Juventus á sínum tíma.

Frakkinn var svo keyptur aftur til United fyrir metfé en þar hefur ekki gengið eins vel og vonast var eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“

Sjáðu vel pirraðan Heimi eftir högg gærkvöldsins – „Hver er spurningin?“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll

Utan vallar: Næstum fullkominn gluggi Arnars – Fyllum Laugardalsvöll