Wolves á Englandi hefur staðfest brottför framherjans Patrick Cutrone en það kom fram í tilkynningu í kvöld.
Cutrone kom til Wolves frá AC Milan síðasta sumar en hann kostaði 16 milljónir punda.
Ítalinn tók þátt í alls 24 leikjum Wolves á tímabilinu en tókst aðeins að skora þrjú mörk.
Þessi 22 ára gamli leikmaður hefur nú gert 18 mánaða samning við Fiorentina.
Hann er lánaður til Fiorentina en ítalska félagið getur svo keypt hann endanlega.