fbpx
Mánudagur 07.júlí 2025

Víða hnýttar flugur þessa dagana

Gunnar Bender
Föstudaginn 10. janúar 2020 10:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er víða hnýttar flugur þessa dagana fyrir næsta sumar, hægt að komast á námskeið og læra að hnýta eða bara horfa á menn hnýta flugur og læra það í rólegheiltum. Ármenn og Stangveiðifélag Hafnarfjarðar bjóða uppá svoleiðis list og svo flýtur ein og ein veiðisaga með. Það þarf ekkert að örvænta. Íslenska fluguveiðiakademían kynnir námskeið í hnýtingu á klassískum laxaflugum. Á námskeiðinu ætlar hinn kunni fluguhnýtari Bjarni Róbert Jónsson að miðla reynslu sinni.

Staðsetning: Húsakynni Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar, Flatahrauni 29, Hafnarfirði. Tímasetning:  20., 21. og 22. janúar 2020, kl. 19:00-23:00.

Athugið að námskeiðið er ekki fyrir byrjendur í fluguhnýtingum og gert er ráð fyrir að nemendur hafi náð tökum á hefðbundnum fluguhnýtingum.Námskeiðið er þrjú kvöld, fjórar klukkustundir í senn. Nemendur fá allt efni á staðnum en gert er ráð fyrir að allir mæti með eigin væs og verkfæri.Verð: 22.000 kr. námskeiðið sem er samtals tólf klukkustundir.

Bjarni Róbert er einn af þekktari fluguhnýturum landsins og hefur m.a. skrifað bækur um fagið. Hann hefur unnið til nokkurra verðlauna á þessu sviði og hefur um fjörtíu ára reynslu af flugugerð. Hann var atvinnuhnýtari í tvö ár og hélt sýningu á klassískum laxaflugum árið 1998.

Fluguhnýtingarnámskeið fyrir byrjendur

Íslenska fluguveiðiakademían kynnir byrjendanámskeið í fluguhnýtingum. Á námskeiðinu ætlar hinn kunni fluguhnýtari Sigurberg Guðbrandsson að miðla reynslu sinni. Staðsetning: Húsakynni Stangaveiðifélags Hafnarfjarðar, Flatahrauni 29, Hafnarfirði. Tímasetning: Þriðjudagana 28. janúar og 4. febrúar, kl. 19:00-21:30

Námskeiðið er tvö kvöld, 2,5 klukkustundir í senn. Þar mun Sigurberg kenna helstu handtökin við hnýtingar og nemendur munu læra að hnýta ákveðnar flugutegundir.

Sigurberg Guðbrandsson lærði sjálfur að hnýta þegar hann fór sjö ára gamall á fluguhnýtingarnámskeið og hefur hnýtt mikið alla tíð síðan. Hann fer erlendis á sýningar þar sem hann sýnir listir sínar í fluguhnýtingum og hefur hann mikla sérstöðu þegar kemur að hnýtingum á litlum laxaflugum. Hann vinnur sem leiðsögumaður í laxveiði á sumrin og eru fluguveiðar og fluguhnýtingar mikil ástríða hjá honum.

Mynd: Bjarni Róberts.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss

EM: Ísland úr leik eftir tap gegn Sviss
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga

Fékk þungan dóm fyrir að skjóta 3 vikna dóttur sína til bana með lásboga
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Mourinho tjáir sig um Jota: ,,Alltaf hluti af fjölskyldunni á Anfield“

Mourinho tjáir sig um Jota: ,,Alltaf hluti af fjölskyldunni á Anfield“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“

Myndband: Gæsahúð í Bern þegar 2 þúsund Íslendingar sungu „Ég er kominn heim“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Pabbi Karólínu stoltur af dóttur sinni – „Þær eru búnar að vera svo lengi að undirbúa sig“

Pabbi Karólínu stoltur af dóttur sinni – „Þær eru búnar að vera svo lengi að undirbúa sig“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Mynd sem varpar ljósi á stöðuna á Glódísi

Mynd sem varpar ljósi á stöðuna á Glódísi
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“

Jónas Már segir kolröng skilaboð send til barna – „Ekki minnist ég að hafa séð svona skilti í minni æsku“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“

Dóri Gylfa: „Við verðum eins og krækiber í helvíti en krækiber eru góð“