Allt er klappað og klárt á milli Darlington og ÍBV vegna Gary Martin sem er á leið á láni í utandeildina í Englandi.
Enski framherjinn verður lánaður fram í mars þegar hann snýr aftur til Íslands og hefur æfingar með ÍBV.
Um þetta var samið þegar Gary framlengdi við ÍBV í haust, að hann færi á láni og varð heimabær hans Darlington fyrir valinu.
Vandræði var á milli Darlington og ÍBV vegna málsins. ,,Það er allt klárt, núna er þetta hjá FIFA;“ sagði Alun Armstrong, stjóri Darlington.
,,Við getum ekki gert neitt meira, það er núna hjá FIFA Og FA til að klæára allt. Við bíðum eftir því.“
,,Gary verður klár um helgina ef það leyfi verður klárt.“