Beppe Marotta, yfirmaður knattspyrnumála Inter Milan, hefur staðfest áhuga liðsins á tveimur leikmönnum.
Inter ætlar að styrkja sig í þessum glugga og hefur áhuga á bæði Arturo Vidal og Christian Eriksen.
Vidal er á mála hjá Barcelona en Eriksen leikur með Tottenham og verður samningslaus næsta sumar.
,,Við munum gera eitthvað, þetta mikilvæg stund og við höldum áfram,“ sagði Marotta.
,,Vidal er einn af þeim sem er á óskalistanum. Það sama má segja um Christian Eriksen, glugginn lokar í lok janúar.“