Robbie Savage, fyrrum landsliðsmaður Wales, segir það kjaftæði að líkja Scott McTominay við hann sem leikmann.
Paul Parker, fyrrum leikmaður United, gaf það út í dag að McTominay væri ekki nógu góður fyrir Manchester United.
Parker vill meina að McTominay sé eins leikmaður og Savage og að hann hlaupi um og sparki í fólk.
,,Kjaftæði. Ég var aldrei nógu góður fyrir United og hann hefur sannað það að hann kemst í liðið,“ sagði Savage.
,,Hann stendur fyrir sínu og getur verið einn besti leikmaður United á tímabilinu, hans er saknað þegar hann er meiddur.“