Manchester United hefur boðið Ashley Young nýjan samning, þetta gerir félagið vegna þess að Inter er að ræða við hann á fullu. Sky Sports segir frá.
Young má ræða við Inter sökum þess að samningur hans við United er á enda í sumar, félagið vill hins vegar ekki missa hann. Young er 34 ára gamall.
Young var ekki í leikmannahópi United gegn Manchester City í enska deildarbikarnum í vikunni en framtíð hans er í óvissu. Inter leggur mikla áherslu á að fá bakvörðinn í sínar raðir.
Young hefur mikla reynslu hjá United, hann gekk í raðir félagsins árið 2011 en hefur verið umdeildur á meðal stuðningsmanna félagsins. United vill hins vegar halda í reynslu hans og hefur sökum þess boðið honum nýjan samning.