Það er haugur af klásúlum í samningi Erling Haaland við Dortmund, hann kaus að fara til Þýskalands frekar en að ganga í raðir Manchester United á Englandi.
Haaland taldi þetta rétta skrefið á ferli sínum en norski framherjinn hafði raðað inn mörkum fyrir Salzburg í Austurríki. Hann er aðeins 19 ára gamall og því er nægur tími til stefnu.
Haaland vildi hafa nokkrar klásúlu í samningi sínum og ein af þeim er að Dortmund þarf að selja hann árið 2022, ef hann fer fram á það.
Ekki kemur fram hversu há sú klásúla er en þarna er Haaland að opna á næsta skref á ferlinum, gangi allt í haginn hjá Dortmund.
Haaland kom til Dortmund fyrir 18 milljónir punda í janúar en samningur hans er til 2024.