fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

Diego Jóhannesson að skipta um félag

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 22:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bakvörðurinn Diego Jóhannesson er að skipta um lið en hann hefur lengi spilað með Real Oviedo.

Diego er 26 ára gamall hægri bakvö0rður og hefur spilað með Oviedo síðan 2011.

Hann fékk fyrst tækifæri með aðalliði Oviedo árið 2014 og var um tíma fastamaður í liðinu sem spilar í næst efstu deild Spánar.

Það sama hefur ekki verið upp á teningnum á þessari leiktíð og er Diego nú að semja við FC Cartagena. Hann gerir lánssamning út tímabilið.

Cartagena leikur í þriðju efstu deild á Spáni og gæti Diego unnið sér inn fast sæti þar.

Diego á að baki þrjá landsleiki fyrir Ísland en hans fyrsti leikur kom árið 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Grátbiður mömmu sína að hætta að ræða kynlífið sitt opinberlega

Grátbiður mömmu sína að hætta að ræða kynlífið sitt opinberlega
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arftaki Mourinho klár

Arftaki Mourinho klár