fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

United og Chelsea sagt að leita annað: Sancho er ekki til sölu í janúar

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 8. janúar 2020 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Borussia Dortmudn ætlar ekki að selja Jadon Sancho í janúar, félagið telur sig geta náð árangri í Þýskalandi og Meistaradeildinni.

Félagið er meðvitað um að Sancho vill fara en líklega gerist það næsta sumar, þegar hann á tvö ár eftir af samningi sínum.

Bæði Chelsea og Manchester United hafa mikinn áhuga á þessum 19 ára kantmanni frá Englandi. Real Madrid og PSG sömuleiðis.

Sancho ólst upp hjá Manchester City en vildi spila meira og fór til Dortmund, þar hefur hann slegið rækilega í gegn.

Dortmund hefur látið öll félög vita að Sancho fari ekki fet í janúar, enginn klásúla sé í samningi hans og því verði hann áfram.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Faðir Oscars ákærður

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Grátbiður mömmu sína að hætta að ræða kynlífið sitt opinberlega

Grátbiður mömmu sína að hætta að ræða kynlífið sitt opinberlega
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arftaki Mourinho klár

Arftaki Mourinho klár