Danny Drinkwater, miðjumaður Chelsea er á leið til Aston Villa á láni það sem eftir er af leiktíðinni.
Miðjumaðurinn var fyrri hluta tímabilsins hjá Burnley en fékk ekki tækifæri, hann meiddist eftir slagsmál á næturklúbb og átti lítinn séns eftir það.
Drinkwater varð Englandsmeistari með Leicester árið 2016 en ferill hans hjá Chelsea hefur ekki verið góður.
Hann vonast til að komast af stað með Aston Villa en meiðsli John McGinn á miðsvæði Villa er ástæðan fyrir komu Drinkwater.
Aston Villa er eining að leita sér að markverði og sóknarmenni vegna meiðsla.
Danny Drinkwater is at Bodymoor Heath having a medical ahead of joining Aston Villa on loan until the end of the season from Chelsea.
— Matt Law (@Matt_Law_DT) January 7, 2020