Daniele De Rossi, goðsögn Roma, er að leggja skóna á hilluna 36 ára gamall.
Þetta staðfesti leikmaðurinn sjálfur í kvöld en hann segist vilja eyða meiri tíma með dóttur sinni.
De Rossi hefur yfirgefið Boca Juniors á Ítalíu en hann gerði eins árs samning þar eftir síðustu leiktíð.
De Rossi hefur hins vegar misst sæti sitt hjá Boca og hefur ákveðið að yfirgefa félagið.
Ítalinn spilaði með Roma í 15 ár og lék yfir 600 leiki. Hann vann einnig HM með Ítalíu árið 2006.