fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Siglufjörður – saga bæjar, fimm þátta röð sem hefst í kvöld

Egill Helgason
Sunnudaginn 5. janúar 2020 13:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Siglufjörður – saga bæjar er röð fimm sjónvarpsþátta sem hefur göngu sína á RÚV í kvöld klukkan 20.05. Þetta eru þættir sem við höfum unnið saman, ég, Ragnheiður Thorsteinsson upptökustjóri og Jón Víðir Hauksson kvikmyndatökumaður – við þrjú gerðum þættina Vesturfara fyrir nokkrum árum.

Þættirnir fjalla um dramatíska sögu afskekkts byggðalags sem tók gríðarlegum breytingum á 20. öld. Siglufjarðarbyggðir voru líkt og luktar bak við heiminn vegna lélegra samgangna og stórra fjallgarða, en í upphafi síðustu aldar hófst þar æðisgenginn uppgangur þegar Norðmenn hófu þar síldveiðar. Siglufjörður varð höfuðborg síldarinnar, nánast eins og gullgrafarabær, þar risu verksmiðjur, bryggjunum fjölgaði og síldarplön voru alls staðar meðfram sjónum. Fjörðurinn var stundum á að líta eins og skógur sigltrjáa, svo  mörg voru skipin.

Fólkið dreif að, Siglufjörður varð alþjóðlegur bær, því síldveiðarnar sóttu flotar frá mörgum löndum. Ungt fólk kom hvaðanæva að af landinu enda gátu verið rífandi tekjur í síldinni. Þarna varð til það sem hefur verið kallað síldarævintýrið, síldarrómantíkin – og síldarstúlkan varð tákn fyrir það ólgandi mannlíf sem var á Siglufirði.

Í þáttunum fjöllum við ekki bara um síld sem slíka, heldur líka ástir, hjónaböndin sem urðu til á Siglufirði, harðvítuga pólitík, verkalýðsbaráttu, vinnuhörku og strit Og líka tónlist, bókmenntir, myndlist sem spratt upp úr lífinu þar – fátt á Íslandi á 20. öld þótti jafn myndrænt og síldin. Við leggjum áherslu á að nota lifandi myndir og þær eru sóttar í söfn víða, til dæmis alla leið frá Rússlandi.

Síldin hvarf, það varð kreppa í landi, Siglufjörður gekk í  gegnum niðurlægingarskeið. Við segjum frá því – bryggjurnar grotnuðu niður, það var jafnvel talað um Siglufjörð sem ljótasta bæ landsins, en hin síðari ár  hefur hann gengið í gegnum nokkra endurnýjun með bættum samgöngum og nýjum atvinnuvegum – en kannski ekki síst ákveðinni sátt við hina gömlu og dramatísku sögu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar