fbpx
Fimmtudagur 11.september 2025
433Sport

United sleit loforð á síðustu stundu: ,,Ég varð mjög sár og við rifumst“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 5. janúar 2020 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vængmaðurinn Nani var hársbreidd frá því að ganga í raðir Juventus árið 2013, sama ár og Sir Alex Ferguson yfirgaf Manchester United.

Nani staðfesti þetta sjálfur í viðtali við Tribuna Expresso en hann leikur í dag með Orlando City í Bandaríkjunum.

Nani var óánægður hjá félaginu á þessum tíma og vildi komast burt – sérstaklega eftir að hafa verið á bekknum í úrslitum Meistaradeildarinnar árið 2011.

,,Þegar Ferguson fór þá vildi ég gera það sama. Ég taldi það vera rétta tímann. Það sem hafði gerst skildi mig eftir óánægðan,“ sagði Nani.

,,Ákvörðunin kom mér verulega á óvart og ég taldi það best að fá tækifæri hjá öðru liði í kannski annarri deild.“

,,Ég var búinn að hugsa þetta út í gegn. Það var bara ekki svo auðvelt, Manchester ætlaði ekki að hleypa mér burt auðveldlega.“

,,Eftir að hafa jafnað mig af meiðslum þá var ég á leið til Juventus, allt var að ganga upp. Juventus vildi mig, stjórnarformaðurinn sagði já og stjórinn sagði já.“

,,Svo á síðustu stundu þegar glugginn var að loka þá sögðu þeir að ég mætti ekki lengur fara.“

,,Ég varð mjög sár og við rifumst. Eftir að hafa hugsað þetta þá sagði ég við þá að ég væri hér og að ég myndi gera mitt besta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni

Hafnar því að hafa brotið kynferðislega gegn barni
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segja Reykjarvíkurborg þrengja að íþróttasvæði í Laugardalnum

Segja Reykjarvíkurborg þrengja að íþróttasvæði í Laugardalnum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Real Madrid sagt skoða varnarmann Tottenham

Real Madrid sagt skoða varnarmann Tottenham
433Sport
Í gær

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli

Framkvæmdir ganga hægt hjá Barcelona – Þurfa að fresta því að spila á heimavelli
433Sport
Í gær

Grátbiður mömmu sína að hætta að ræða kynlífið sitt opinberlega

Grátbiður mömmu sína að hætta að ræða kynlífið sitt opinberlega