Chelsea vann grannaslaginn í London í dag er liðið mætti Arsenal á Emirates vellinum.
Arsenal komst yfir snemma leiks en undir lokin skoruðu Jorginho og Tammy Abraham fyrir Chelsea til að tryggja 2-1 sigur.
Stuðningsmenn Arsenal eru óánægðir með dómara leiksins, Craig Pawson, sem átti ekki sinn besta leik.
Sumir vilja meina að jöfnunarmark Chelsea hafi ekki átt að standa vegna brots Jorginho á Lucas Torreira.
Síðar í leiknum braut Jorginho klaufalega af sér á gulu spjaldi en fékk hins vegar ekki annað gult og þar með rautt.
Hér má sjá markið sem hann skoraði.
LOOK AT JORGINHO MAKING A FOUL ON TORREIRA! pic.twitter.com/10n7yTUmdg
— ً (@DribblingPepe) 29 December 2019