fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Ætlar að hafa samband við fjölskylduna: Keyrði glæsikerru sinni inni í garð hjá þeim á jóladag

Hörður Snævar Jónsson
Laugardaginn 28. desember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kia Rosina, og fjölskylda voru að gera sér glaðan dag á jóladag þegar Lamborghini bifreið kom fljúgandi inn í garðinn hjá þeim. Það var síðdegis á jóladag sem Michael Antonio, leikmaður West Ham missti stjórn á bílnum sínum og hafnaði á húsinu. Hann var klæddur sem snjómaðurinn.

Antonio hafði klætt sig upp sem snjómaðurinn eftir æfingu hjá West Ham, hann lék með liðinu gegn Crystal Palace degi síðar. ,,Ég lagði hönd mína á öxl hans, ég hafði áhyggjur,“ sagði Rosina. ,,Ég hringdi á lögregluna og bað um alla hjálp. Það rauk úr bílnum og ég hafði áhyggjur af því að bíllinn myndi springa.“

,,Antonio var bara í símanum að öskra á einhvern, að hann væri í lagi. Hann tjáði þeim aðila að hann væri ekki heimskur og að hann ætti bara að spyrja hann, hvort allt væri í lagi.“

Fjölskyldan segir að Antonio hafi ekki beðist afsökunar á skemmdunum og að hann hafi fljótt farið af vettvangi, hann hafi svo komið aftur síðar um kvöldið ásamt vinum sínum. Þar hafi hann skoðað bílinn. Antonio er 29 ára gamall en hann og hans starfsfólk vildi ekki tjá sig um málið.

Nú greina ensk blöð frá því að Antonio ætli sér að hafa samband við fjölskylduna og biðjast afsökunar, á að hafa rúllað inn í garð hjá þeim á glæsikerrunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum
Óvissa með Cole Palmer
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“

Víðir spyr hversu langt þetta eigi að ganga – „Viljum við það?“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

City hafi skoðað að sækja manninn sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi

City hafi skoðað að sækja manninn sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi
433Sport
Í gær

Keane ræðir um starf Heimis: Talar um farsa þegar hann var ráðinn – „Gætu ekki skipulagt gleðskap í brugghúsi“

Keane ræðir um starf Heimis: Talar um farsa þegar hann var ráðinn – „Gætu ekki skipulagt gleðskap í brugghúsi“
433Sport
Í gær

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli

Lögreglan í London á nálum fyrir helginni – Fjöldi fótboltaleikja og tvö stór mótmæli