Arsenal byrjar á jafntefli undir stjórn Mikel Arteta en liðið heimsótti Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag.
Jóhann Berg Guðmundsson spilaði sinn fyrsta leik í tíu vikur þegar Burnley tapaði 1-0 gegn Everton á útivelli. Hann kom inn sem varamaður í rúmar tuttugu mínútur en Gylfi Þór Sigurðsson, lék allan leikinn með Everton. Chelsea fékk högg í magann á heimavelli þegar Southampton vann 0-2 sigur á Brúnni.
Crystal Palace vann 2-1 sigur á West Ham þar sem Jordan Ayew skoraði gjörsamlega magnað mark, hann lék sér að varnarmönnum West Ham og kláraði vel.
Er þetta fallegasta mark ársins?
Ayew Kidding Me? pic.twitter.com/7BmCxY8Ejn
— Krystal Paladset (@krystalpaladset) December 26, 2019