Hinn litríki, ALan Pardew hefur fengið nýtt starf í boltanum og var í dag ráðinn þjálfari Ado Den Haag í Hollandi.
Chris Powell verður aðstoðarmaður hans en Pardew var síðast stjóri WBA, hann var rekinn þaðan á síðasta ári.
Pardew horfði á Ado Den Hag tapa 6-1 gegn Ajax um helgina en ákvað að taka slaginn.
Pardew hefur farið víða á ferli sínum en hann hefur meðal annars stýrt West Ham, Newcastle og Crystal Palace.