fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025

Hið dularfulla fráfall Brittany Murphy – „Forvitnin varð kettinum að bana, en ég er mjög forvitin“

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 24. desember 2019 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir veltu því fyrir sér hver dánarorsökin voru þegar leikkonan Brittany Murphy lést skyndilega í kringum jólin árið 2009 og var jarðsett á aðfangadegi. Talið var að hún hafi látist vegna lungnabólgu og blóðleysis sem rekja mátti til notkunar lyfja. Það var í það minnsta niðurstaða krufningalæknisins í Los Angeles, en Murphy var 32 ára þegar hún lést.

Klukkan var átta að morgni til, þann 20. desember, þegar hringt var í slökkviliðið í Los Angeles vegna læknisaðstoðar sem var þarfnast á heimili leikkonunnar. Hún hafði hnigið niður á baðherberginu og reyndu slökkviliðsmenn að endurlífga hana á staðnum. Þá var hún flutt á Cedar-Sinai spítalann, þar sem hún var sögð látin við komuna klukkan fjórar mínútur yfir tíu.

Enn þann dag í dag ríkir töluverð dulúð yfir dauða leikkonunnar. Sumir hafa vísað á ofneyslu, aðrir eitraða myglu í hennar húsum og voru þónokkrir sem útilokuðu heldur ekki að einhver vafasamari brögð hafi verið í tafli.

Sjá einnig: Bróðir Brittany Murphy varpar fram skuggalegri kenningu um dauða hennar

Tony Bertolotti, hálfbróður Brittany, heldur því fram að dauði Brittany hafi borið að með saknæmum hætti. Tony telur að systir sín hafi verið myrt, að það hafi eitthvað saknæmt átt sér stað á heimili þeirra, þar sem móðir hennar, Sharon, bjó einnig.

„Ef þú horfir á þetta utan frá þá sérðu unga, frekar heilbrigða konu, hún er heima með meintum eiginmanni sínum og móður, og hún deyr. Hversu fáránlegt er það? Það er bara í Hollywood þar sem þetta er hver annar dagur í dýragarðinum. Enginn fer með hana á spítala, sem er aðeins 6,5 km í burtu,“ segir hann í samtali við Daily Mail.

Nokkrum árum eftir andlátið lét Angelo Bertolotti, faðir leikkonunnar, taka upp málið að nýju og kom þá í ljós að mikið magn málma fannst í blóði hennar og hári. Þó enginn hafi lengið undir grun benti þetta til þess að eitrað hafi verið fyrir henni. Leikkonan hafði annars glímt við ýmis heilsuvandamál á síðustu árum hennar og greindist með sykursýki 2.

Fimm mánuðum síðar

„Forvitnin varð kettinum að bana en ég er mjög forvitin sjálf,“ segir i einni þekktustu tilvitnun Murphy, en henni var annars vegar  reglulega lýst, af þeim sem þekktu hana, sem bjartsýnum og lífsglöðum einstaklingi sem lagði sig mikið fram fyrir aðra.

Brittany fékk fyrsta hlutverkið sitt í Hollywood þegar hún var fjótán ára sem Brenda Drexell í þáttaröðinni Drexell’s Class. Síðan lék hún Molly Morgan í skammlífu þáttaröðinni Almost Home. Hún lék síðan gestahlutverk í nokkrum sjónvarpsþáttum, meðal annars Parker Lewis Can’t Lose, Blossom og Fraiser.

Síðar meir lék hún meðal annars í Clueless, Girl, Interrupted, 8 Mile, Uptown Girls,Sin City, Happy Feet og Riding in Cars with Boys. Hún talaði einnig fyrir Luanne Platter í teiknimyndaseríunni King of the Hill. Áður en hún lést stóð til hjá henni að leika í víðfrægu kvikmynd Sylvesters Stallone, The Expendables sem kom út árið 2010.

Seinnipart ársins 2002 byrjaði Brittany með leikaranum Ashton Kutcher en þau léku saman í Just Married. Eftir að hafa verið trúlofuð umboðsmanninum Jeff Kwatinetz, trúlofaðist hún Joe Macaluso í desember 2005, framleiðanda sem hún hitti þegar hún var að leika í Little Black Book. Í ágúst 2006 slitu þau trúlofuninni. Í maí 2007 giftist Brittany handritshöfundinum og kvikmyndagerðarmaninum Simon Monjack.

Í viðtali við Fox News árið 2009 var leikkonan spurð hvað áramótaheit hennar væri fyrir árið 2010. Þá svaraði hún að nýársheitið hennar væri að eignast barn með eiginmannnum. Þau Murphy giftu sig árið 2007 og var útlit fyrir ríkjandi hamingju hjá parinu.

Heimurinn stóð þá á öndinni þegar Monjack lést sjálfur, aðeins fimm mánuðum eftir Brittany og var andlát hans líka talið vera vegna lungnabólgu. Þá krafðist móðir hennar Murphy þess að heimili þeirra hjóna yrði rannsakað og leitað að myglu. Hún var sannfærð um að mygla væri orsakavaldurinn. En það fannst hvorki mygla á heimilinu né í líkömum þeirra við krufningu. Þó er talið að slæmur aðbúnaður á heimili þeirra hafi átt sinn þátt í veikindunum sem hrjáðu þau bæði.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 klukkutímum

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“

Tölvupóstar Epstein um Trump setja allt í háaloft – „Donald er fokking klikkaður“
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Jóhann Berg fór í hóp fimm góðra manna í gær – 80 prósent af þeim voru hluti af gullkynslóðinni

Jóhann Berg fór í hóp fimm góðra manna í gær – 80 prósent af þeim voru hluti af gullkynslóðinni
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea

Segir það hafa verið „andskoti stór mistök“ að fara til Chelsea
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu

Fasteignasali situr í súpunni vegna myglu
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Dæmdur kynferðisafbrotamaður hélt kynningu um bók sína – Frændi hans mætti með egg og allt varð vitlaust

Dæmdur kynferðisafbrotamaður hélt kynningu um bók sína – Frændi hans mætti með egg og allt varð vitlaust
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Íþróttavikan: Keli og Viktor Unnar gera upp landsleikinn – Fínasta frammistaða en á sunnudaginn er allt undir

Íþróttavikan: Keli og Viktor Unnar gera upp landsleikinn – Fínasta frammistaða en á sunnudaginn er allt undir
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs

Óhugnanleg ráðgáta á barnaspítala – Grunur um tilraun til fjöldamorðs
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Opinberar hvað hann sagði við Albert í morgun – Áhugavert í ljósi þess sem svo gerðist

Opinberar hvað hann sagði við Albert í morgun – Áhugavert í ljósi þess sem svo gerðist

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.