Cristiano Ronaldo var ekki í sínu besta skapi eftir að Juventus tapaði gegn Lazio, í úrslitaleik ítalska Ofurbikarsins. Leikurinn fór fram í Sádí Arabíu.
Það kom mörgum á óvart hversu mikla yfirburði Lazio hafði en liðið vann 3-1 sigur í leiknum.
Ronaldo hafði unnið 14 úrslitaleiki í röð þegar kom að þessu tapi og það hafði áhrif á skap hans.
Þegar Ronaldo fékk silfrið að leik loknum var hann fljótur að rífa það af sér, hann vill bara gull.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.