Pep Guardiola, stjóri Manchester City er ekki sáttur með það hvernig enska úrvalsdeildin kemur fram við liðið yfir jólin.
Samkvæmt enskum blöðum þá skrifaði hann bréf til forráðamanna, ensku úrvalsdeildarinnar. Hann telur ekki eðlilegt hversu mikið meiri hvíld, leikmenn Liverpool fá yfir jólin.
Þrír leikir fara fram á nokkrum dögum og hvíldartími leikmanna City er miklu minni en leikmanna Liverpool frá. City spilar 27 desember en ekki 26 desember eins og Liverpool. Bæði lið spila svo 29 desember, það munar 22 klukkustundum á hvíld leikmanna þar.
,,Ég skrifaði bréf til þeirra og sagði, takk. Við þurfum að fara í frystikistu á milli Wolves og Sheffield leiksins,“ sagði Guardiola.
City spilar svo aftur 1. janúar á meðan Liverpool á ekki leik fyrr en 2 janúar, þar munar 28 klukkustundum á hvíldartíma leikmanna.