Freddie Ljungberg hefur staðfest það að hann muni halda áfram í þjálfarateymi félagsins undir Mikel Arteta.
Ljungberg hefur stýrt Arsenal í undanförnum leikjum en hann var áður aðstoðarmaður Unai Emery.
Emery var svo látinn fara og tók Ljungberg við en gengi Arsenal batnaði ekki mikið undir hans stjórn.
Ljungberg setti inn Twitter-færslu í kvöld þar sem hann segist hlakka til að vinna með Arteta hjá félaginu.
Hvaða starf Ljungberg tekur að sér mun koma í ljós síðar.
The message from me is still the same, get behind us and support the team! It’s been an honour to have helped the club I love for the last few weeks and I am excited to work with @m8arteta and his staff moving forwards pic.twitter.com/rj6xTrcLuV
— Freddie Ljungberg (@freddie) 20 December 2019