Það biðu margir spenntir eftir leik í spænsku úrvalsdeildinni á miðvikudag en þar áttust við Real Madrid og Barcelona.
El Clasico fór fram á Nou Camp að þesusu sinni en bæði lið voru með 35 stig í fyrsta og öðru sæti fyrir viðureignina.
Það vantaði töluvert upp á skemmtunina í Barcelona í vikunni en áhorfendur fengu engin mörk.
Bæði lið fengu ágætis hálffæri til þess að skora en tókst ekki að koma boltanum í netið að þessu sinni og markalaust jafntefli niðurstaðan.
Athygli hefur vakið mynd af því þegar Toni Kroos girti niðrum LIonel Messi til að stoppa hann, hann togaði í buxur Messi og sjá mátti nærbuxur hans.
Myndina má sjá hér að neðan.