Mikel Arteta verður í stúkunni á laugardaginn er Arsenal spilar við Everton í ensku úrvalsdeildinni.
Arteta er að taka við liði Arsenal en hann hefur kvatt samstarfsfélaga sína hjá Manchester City.
Arteta er 37 ára gamall en hann hafði starfað sem aðstoðarmaður Pep Guardiola í Manchester.
Spánverjinn er búinn að ná samkomulagi við Arsenal en verður ekki á hliðarlínunni á laugardag.
Hann mun þó fylgjast með spilamennsku liðsins úr stúkunni eftir að hafa gert þriggja og hálfs árs samning.