Sverrir Ingi Ingason hefur verið að spila mjög vel fyrir lið PAOK síðustu vikur.
PAOK er að berjast á toppi grísku úrvalsdeildarinnar en liðið vann Panionios í kvöld.
Sverrir skoraði fyrra mark PAOK í 2-0 sigri og er liðið með 37 stig í deildinni.
Aðeins Olympiakos er að berjast við PAOK um efsta sætið en þau eru bæði með jafn mörg stig.