Freddie Ljungberg, tímabundinn stjóri Arsenal átti að ræða við fréttamenn á fundi í dag. Búið er að fresta fundinum.
Fundurinn fer fram á morgun fyrir leikinn gegn Everton um helgina, í ensku úrvalsdeildinni.
Arsenal vonast til þess að kynna Mikel Arteta, sem nýjan stjóra félagsins áður en fundurinn fer fram á morgun.
Arteta er aðstoðarþjálfari City í dag en hann hefur fundað með Arsenal frá því á sunnudag. Arsenal þarf að semja við City um að losa Arteta frá störfum.
Búist er við að Arsenal greini frá ráðningu á Arteta í dag eða snemma í fyrramálið.