Á fundi aga- og úrskurðarnefndar þann 17. desember var leikmaður Augnabliks, Haukur Baldvinsson, úrskurðaður í fjögurra leikja bann vegna atviks í leik Augnabliks og Hvíta Riddarans í Íslandsmótinu innanhúss þann 7. desember.
Með hliðsjón af öðrum fyrirliggjandi gögnum ákvað nefndin, með vísan til ákvæðis 6.1.1. í reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál, að úrskurða Hauk Baldvinsson, leikmann Augnabliks, í samtals fjögurra leikja bann vegna atvika sem lýst er í skýrslu dómara í leik Augnabliks og Hvíta Riddarans þann 7. desember sl., samkvæmt 13. gr. sömu reglugerðar. Leikbann Hauks Baldvinssonar tekur gildi við uppkvaðningu úrskurðar.
Haukur kastaði þá skó sínum í dómarann og fékk að launum rautt spjald, nú hefur hann verið settur í fjögurra leikja bann.