fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Myndasyrpa: Fyrsti dagur Minamino hjá Liverpool

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 19. desember 2019 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Liverpool hefur staðfest kaup sín á Takumi Minamino en hann verður löglegur 1. janúar. Hann kemur frá Red Bull Salzburg fyrir 7,25 milljónir punda. Hann gerir fjögurra og hálfs árs samning. En hver er Minamino? Hann er fyrst og síðast sóknarsinnaður miðjumaður sem spilar einnig á kantinum. Hann hefur spilað á miðri miðjunni en kann best við sig framar á vellinum. Hér að neðan er tölfræði hans í Meistaradeildinni í ár.

Hann mun klæðast treyju númer 18 en ljóst er að Minamino verður í stóru hlutverki í herfðum Liverpool í Asíu.

Þessi 24 ára gamli leikmaður hefur misst af nokkrum leikjum en hann hefur skorað fimm mörk og lagt upp sex í 11 byrjunarliðsleikjum í Austurríki í ár. Með Japan hefur hann skorað 11 mörk í 22 leikjum.

Minamino er frábær í að búa til hluti fyrir liðsfélaga sína og er góður að koma sér í færi, hann tekur flest af sínum skotum innan teigs. Hann er sagður einkar klókur leikmaður, finnur svæði fyrir samherja sína og sendingarnar koma iðulega á réttum tímapunkti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár