fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433

El Clasico sem fer ekki í sögubækurnar

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 18. desember 2019 20:54

Ramos í leik með Real Madrid

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona 0-0 Real Madrid

Það biðu margir spenntir eftir leik kvöldsins í spænsku úrvalsdeildinni en þar áttust við Real Madrid og Barcelona.

El Clasico fór fram á Nou Camp að þesusu sinni en bæði lið voru með 35 stig í fyrsta og öðru sæti fyrir viðureignina.

Það vantaði töluvert upp á skemmtunina í Barcelona í kvöld en áhorfendur fengu engin mörk.

Bæði lið fengu ágætis hálffæri til þess að skora en tókst ekki að koma boltanum í netið að þessu sinni og markalaust jafntefli niðurstaðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt