fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Fyrrum stjarna dæmd fyrir að hafa fróað sér fyrir framan konu og unga dóttur hennar

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 18. desember 2019 20:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Neil Shipperley, fyrrum stjarna í ensku úrvalsdeildinni hefur viðurkennt vandamál sitt fyrir lögreglu. Hann girti niðrum sig fyrir framan ókunnuga konu og dóttur hennar.

Shipperley lék sem framherji fyrir Chelsea, Southampton, Crystal Palace, Nottingham Forest og Sheffield United á glæstum ferli sínum. Hann viðurkennir fyrir lögreglu að hafa setið í sendibíl sínum og rúnkað sér, á meðan horfði hann í augun á konunni og ungri dóttur hennar.

Shipperley fór sjálfur til lögreglu á sama tíma og konurnar voru að leggja fram kæru, þær voru í áfalli eftir framferði mannsins.

Shipperley hefur játað fyrir dómara að bera sig fyrir framan stelpurnar í þeirri von um að þær myndu sjá sig, hann lék fyrir yngri landslið Englands. Hann kom aðeins fyrir dómara til að játa brot sitt.

Atvikið átti sér stað klukkan 17:15 en mamman og 16 ára stelpan hennar voru á göngu. Hann stöðvaði bíl sinn fyrir framan þær, þær töldu að hann væri að hleypa þeim yfir götuna. Þegar móðirin leit inn um gluggann á bílnum, sá hún Shipperley með buxurnar á hælunum og að fróa sér.

Shipperley elti svo konurnar upp götuna og skrúfaði gluggann niður og fróaði sér.

Það er búið að dæma í máli Shipperley sem er 45 ára gamall. Hann þarf að fara í 20 daga meðferð eftir brotið. Hann verður á skilorði næstu 12 mánuðina.

Einnig þarf fyrrum stjarnan að borga 200 pund í sekt eftir hvað má kalla virkilega óhugnanlega framkomu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt