fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433

Klopp: Verðum að bíða með þetta, afsakið

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 18. desember 2019 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, var spurður út í sóknarmanninn Takumi Minamino í kvöld.

Minamino er að ganga í raðir Liverpool frá RB Salzburg þar sem hann hefur staðið sig með prýði.

Það er ekkert leyndarmál að leikmaðurinn sé á leiðinni og kemur líklega þann 1. janúar.

Eftir leik við Monterrey í kvöld þá var Klopp spurður út í hvort skiptin væru klár.

,,Er þetta gengið í gegn? Nei, ég get ekki talað um þetta. Við verðum að bíða með þetta, afsakið,“ sagði Klopp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt